Djúpá fyrir landi Eyvindartungu
Djúpá í landi Eyvindartungu
Bóka veiðileyfi
Almennar upplýsingar
Veiðisvæðið nær frá þjóðvegsbrúnni og niður að Laugarvatni. Í ánni er mikið af bleikju, sem getur verið bæði væn og fallega lituð. Best veiðist á hlýjum sumardögum, en veiðimenn þurfa að fara gætilega að ánni þar sem fiskurinn getur verið styggur.
Á svæðinu er víða að finna holbakka og djúpa pytti, en bleikjan getur verið hvar sem er. Auðvelt er að sjónkasta á bleikjuna og oft er þurrfluguveiði einstaklega skemmtileg við þessar aðstæður. Þegar líður á sumarið fram á haust fer bleikjan upp á efri hluta árinnar, ofan þjóðvegar, og það er með öllu friðað allt tímabilið. Ósinn við Laugarvatn getur verið gríðarlega gjöfull og hafa veiðimenn lent í miklum ævintýrum. Þar er bleikjan ekki eins stygg og mælum við með því að fara þangað ef hún er erfið í ánni.
Mikið er um bit- og rykmý á svæðinu við Djúpá og því mælum við með að veiðimenn taki með sér flugnanet til að forðast að verða ekki útbitnir.
Vinsælar flugur
Litlar púpur, þurrflugur og votflugur. Black gnat, Blóðormur, Krókurinn, Mobuto, Pheasant Tail og Zebra Midge sem dæmi.
Hentug veiðitæki
Einhendur fyrir línuþyngdir #3-6 með flotlínu. Við mælum með löngum grönnum taumum. Nettir tökuvarar eða nota þurrflugu sem tökvara.
Veiðireglur:
- Svæðinu eru seldar 3 stangir að hámarki á dag.
- Veiðimenn eiga að taka allt rusl með sér og ganga vel um svæðið.
- Einungis er leyfilegt að ganga um á landi Eyvindartungu. Ekki er leyfilegt að veiða af hinum bakkanum né ganga um hann.
- Kvóti eru 2 bleikjur á dag per stöng, undir 45 cm.
- Veiðimönnum ber skylda til að virða það að ekki fara of nálægt tjörn sem er á svæðinu vegna fuglavarps.
- Einungis má leggja á tilgreindum bílastæðum sem eru merkt á kortinu.
- Vinsamlega prentið út veiðileyfið og skiljið það eftir á mælaborði bílsins, svo veiðivörður geti haft yfirsýn yfir veiðimenn á svæðinu.
- Einungis flugu veiði.
Upplýsingar
Staðsetning
64.229755, -20.505732
Fjöldi stanga
3 stangir
Leyfilegt agn
Fluga
Veiðitímabil
1. apríl - 24. september
Kvóti
2 bleikjur á stöng per dag undir 45cm að lengd
Engin kvóti er á urriða
Daglegur veiðitími
8:00 - 20:00
Veiðivarsla
Jón s: 8636277
Skráning afla
Skilda er að skrá allan afla í net skráningu. Ef eitthvað óljóst liggur fyrir er hægt að hafa samband á [email protected] með skráningu