Brennan
Brennan, laxveiði
Almennar upplýsingar
Veiðisvæði Brennunar eru ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Það má með sanni segja að þetta er eitt af skemmtilegri 3 stanga veiðisvæðum sem eru í boði fyrir fjölskyldur og minni hópa. Allur fiskur sem á leið upp í Þverá/Kjárrá fer í gegnum Brennuna og meðalveiðin er mjög góð. Seinnipart sumars og í september af hausti er einnig mjög góð sjóbirtingsveiði í Brennunni.
Bóka veiðileyfi
Það eru engin dagbókaratriði ennþá.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Vinsælar flugur
Collie dog, hefðbundnar laxaflugur og túbur í öllum stærðum. Hitch virkar ágætlega í júlí.
Hentug veiðitæki
Einhenda, switch og jafnvel tvíhenda.
Gisting
Mjög góð aðstaða er fyrir gesti, en veiðihúsið samanstendur af tveimur húsum. Í minna húsinu er eitt tveggjamannaherbergi, lítil setustofa, wc og sturta en í aðalhúsinu er rúmgott eldhús/setustofa/stofa, tvö tveggjamanna herbergi og verönd með heitum potti og gasgrilli.
Staðsetning
Veiðihús 64.656719, -21.588867
Fjöldi stanga
3 stangir, seldar saman, frá 11. sept lengist veiðisvæðið og má veiða á 5 stangir.
Leyfilegt agn
Fluga. Í september má einnig veiða á spún.
Kvóti
Öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt. Halda má 3 smálöxum á stöng á dag.
Veiðitímabil
Daglegur veiðitími
16:00 - 22:00 og 07:00 - 13:00 Ath að á skiptidegi þarf að vera búið að skila húsi kl. 12:00
Veiðivarsla
Magnús Magnússon s. 864 1780
Skráning afla
Veiðibók er í veiðihúsi og skal skrá allan afla.
Veiðikort