Arnarholtsvötn
Arnarholtsvötn
Almennar upplýsingar
Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið, hirða allt rusl og veiða hóflega.
Vinsamlegast prentið út veiðileyfið og skiljið eftir á mælaborði á bílnum svo veiðivörður geti fylgst með.
Bóka veiðileyfi
Leiðarlýsing og veiðisvæði
Svæðið hefur verið lítið stundað síðustu ár en mikil og góð veiði er á svæðinu. Ekki er hægt að keyra að vötnunum og þurfa menn því að ganga í rúmar 20 mín eftir reiðgötu. Allar merkingar eru á veiðistaðakortinu hér á síðunni.
Fiskurinn er góður matfiskur senmma tímabils en það kemur fljótt moldarbragð af honum þegar líður á sumarið.
Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð á svæðinu!
Vinsælar flugur
Besta veiðin hefur verið á hefðbundnar straumflugur eins og Nobbler, Dýrbít og Black Ghost. En einnig hefur verið góð veiði á púpur og þurrflugur þegar líður á sumarið. Ekki hafa flugurnar of þungar þar sem það er ekki mikið dýpi þarna.
Hentug veiðitæki
Einhendur fyrir línuþyngdir #5-7 með flot línu, snemma tímabils getur verið gott að hafa sökkenda ef það er mikið vatn.
Upplýsingar
Staðsetning
64.235980, -20.416916
Fjöldi stanga
4 stangir
Leyfilegt agn
Fluga, maðkur og spúnn
Kvóti
Enginn kvóti en menn eru beðnir um að sýna hófsemi.
Veiðitímabil
1. apríl - 24. september
Daglegur veiðitími
8:00-24:00
Veiðivarsla
Bjarni Sævarsson - 6947283
Skráning afla
Vinsamlegast sendið aflatölur á [email protected]