Andalækur og Fullsæll
fyrir landi Brekku
Almennar upplýsingar
Svæðið er rúmlega tveggja kílómetra langt og er eiginlega einn stór samfelldur veiðistaður þar sem fiskurinn getur verið nánast hvar sem er. Athugið að talsvert er af hestum á svæðinu og er mikilvægt að veiðimenn leggi í skilgreind bílastæði. Veiðileyfið gildir eingöngu fyrir landi Brekku sem er þeim megin sem keyrt er að.
Stranglega bannað er að veiða í Brekkulæk og að gefa hestum mat!
Mikið er af hægum breiðum og djúpum hyljum, þurrfluguveiðin getur verið ævintýranleg á sumrin.
Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl. Athugið af það liggur girðing meðfram ánni, það er ekki rafmagn á henni.
Vinsamlegast prentið út veiðileyfið og skiljið eftir á mælaborði á bílnum svo veiðivörður geti fylgst með
Bóka veiðileyfi
Vinsælar flugur
Á vorinn hafa litlar straumflugur gefið best t.d. Black Ghost, Nobbler, Dýrbítur, Flæðamús o.fl. og þegar það líður á sumarið verða púpur betri og geta menn lent í ævintýranlegri þurrfluguveiði þegar veðrið er gott.
Hentug veiðitæki
Einhendur fyrir línuþyngdir #3-6 með flotlínu, oft er gott að hafa sökkenda með á vorin þegar áin er vatnsmikil.
Upplýsingar
Staðsetning
64.229755, -20.505732
Fjöldi stanga
4 stangir
Leyfilegt agn
Fluga
Kvóti
Öllum fiski sleppt.
Veiðitímabil
1. apríl - 24. september
Daglegur veiðitími
8:00-20:00
Veiðivarsla
Jón Óskar s: 8698760
Skráning afla
Endilega sendið veiðiskráningu á [email protected]