Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Silungsveiði | veiðileyfi

Fossá Silungasvæði

Silungasvæði Fossár er tveggja stanga veiðisvæði sem nær frá Háafossi niður að Hjálpafossi. Fossar eru ófiskgengir en á milli fossana er Urriði sem á heima á þessu svæði, Veiðisvæðið er mjög fallegt og frekar stórt þannig að það er nóg að gera allan daginn fyrir veiðimenn. Fossá er fræg fyrir ægifallega fossa eins og Háifoss sem er næst stærsti foss landsins og það getur verið ansi tilkomumikið að standa fyrir neðan hann og veiða fosshylinn, sem gefur oft ágætis veiði

Efri hluti silungasvæðis Fossár rennur í Gljúfri. Fáir veiðimenn veiða þetta svæði þar sem það er töluvert labb en það getur gefið góða veiði. Á neðri hlutanum eru meira af bakkahyljum, hefbundum breiðum og strengjum, Það er fiskur víða um svæðið og veiðimenn þurfa að vera duglegir að prufa sig áfram en veiðistaðir eru ómerktir. 

Veitt er á 2 stangir í Fossá og eru þær seldar saman í pakka. Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt.