Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Silungsveiði | veiðileyfi

Brúará -Sel

Brúará er ein af þekktustu Bleikjuveiðiám suðurlands og eru ófáir veiðimennirnir sem hafa stundað hana í gegnum árin, Í Brúará veiðist bæði bleikja, Urriði og er ágætis laxvon þegar líður á sumarið .  Veiðisvæðið fyrir landi Sels er um það bil 5 km Langt og haf verið seldar 8 stangir í gegnum tíðinna. Til þess að auka gæðinn á veiðunum höfum við ákveðið að selja engöngu 4 stangir sem verða seldar bæði stakar og saman eftir þörfum veiðimanna.  Fyrri hluti sumars er veiðin blönduð af urriða og Bleikju en þegar líður á sumarið er meiri Bleikja á svæðinu. Vaxandi eftirspurn er eftir veiði á svæðinu enda auðvelt að komast þangað, góð veiðivon og náttúrufegurð mikil. Ekki er bílfært með ánni sjálfri svo menn verða að ganga um veiðisvæðið.

 

Veiðisvæðið: 

er um 5 km langt og efsti hluti miðaðst við lítin læk sem rennur í Brúará við Dráttarbug og er kallaður markarlækur. Neðri Mörk eru við Læk á rétt fyrir neðan svokölluð Gæsarif. Engöngu má veiða vestan meginn við ánna eða þeim megin við ánna sem Sel stendur. Ekki Má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Spóastöðum

Staðsetning:

Til Þess að Komast að Veiðisvæðinu er keyrt af þjóðvegi 1 inn á Biskupstungnabraut (35) áður enn er komið er inná selfoss. ekinn er bein leið þar til að komið er að brúará. 

(Veiðibók) er Innandyra á gistiheimilinu á seli, veiðimönnum er skyllt að skrá allan afla í veiðibók. ATH Á Meðan covid faraldurinn er í gangi eru veiðimenn beðnir að senda veiðitölur með SMS í S:6161988

 

Stangarfjöldi 4 stangir, seldar morgni til kvölds

.

Leyfilegt agn er  fluga, maðkur spunn.

 

Veiðifólk eru beðið að ganga vel um veiðisvæðið og veiða hóflega..

Biðlað er til veiðimanna að sleppa helst öllum bleikjum sem eru yfir 50 cm sem eru mikilvægustu hrygningar fiskarnir fyrir Brúará og eins eru menn beðnir um að sleppa öllum Laxi þar sem hann hefur átt undir högg að sækja á seinni árum.

Veiðileyfi:

Veiðimenn eru beðnir um að prenta út veiðileyfið og skilja eftir á mælaborði í bílunum sínum þegar menn fara til veiða svo veiðivörður geti fylgst með.

 

Bestu Veiðistaðir:

Eyrin fyrir neðan Brú, Staurinn, Hrafnaklettar, Dynjandi foss, Fossbrún, Felgan sem er ca 200 m fyrir ofan Hólmataglið.

 

Bestu Flugur:

Snemma á tímabilinu hafa litlir Streamerar verið góðir fyri Urriðan eins og Black Ghost, Frogg Nobbler, Dyrbítur, Flæðamús ofl ofl og fyri Bleykjuna Kúluhausar í stærðum 10-12 og heffur td Alma rún verið mjög gjöful, Pecook oflofl.. þegar líður aðeins á vorið hafa Litlar Kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, Svartar, brúnar og Rauðar.

Veiðivörður: Árni Kristinn Skúlasson S:6161988 og Gistiheimilið á seli S:8939294