Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Silungsveiði | veiðileyfi

Hólaá Laugardalshólar

Hólaá er um það bil 7 km. löng og rennur úr Laugarvatni niður í Apavatn.  Áin er sæmilega vatnsmikil og mjög góð veiðiá.  Fæst þar bæði bleikja og urriði – þó meira af bleikju. Fyrri hluta sumars er veiðin blönduð af urriða og bleikju en þegar líður á tímabilið er meiri bleikja á svæðinu. Vaxandi eftirspurn er eftir veiði á svæðinu enda auðvelt að komast þangað, góð veiðivon og náttúrufegurð mikil. Ekki er bílfært meðfram ánni sjálfri svo menn verða að ganga um veiðisvæðið.

Veiðisvæðið Laugardalshólar er um 5-6 km langt og nær frá veiðistaðnum Far og neðan til að skurði sem er um 2-300 metra ofan Apavatns. Eingöngu má veiða Norðan megin við ána eða þeim megin við ána sem Laugardalshólar standa. Ekki má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Austurey 1.

Rétt fyrir neðan afleggjaran að Laugardalshólum er bílastæði sem veiðimenn geta lagt bílnum sínum og gengið niður að á.  Góðir veiðisstaðir eru beint fyrir framan bílastæðið og í gegnum tíðina hafa menn gert góða veiði á beygjuköflunum bæði fyrir ofan og neðan bílastæðis.

Leyfilegt agn er fluga, spúnn og maðkur. Mest hefur samt veiðst á flugu á síðustu árum og er ljómandi skemmtilegt að veiða þarna á þurrflugu þegar aðstæður leyfa.  

Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið og veiða hóflega.

Veiðimenn eru beðnir um að prenta út veiðileyfið og skilja eftir á mælaborði í bílunum sínum þegar menn fara til veiða svo veiðivörður geti fylgst með.

Veiðibók er á bílastæðinu í kassa og eru menn beðnir um að skrá allan afla.

Bestu Flugur: Snemma á tímabilinu hafa litlar straumflugur verið góðar, eins og Black Ghost, Frogg Nobbler, Dýrbítur, Flæðamús o.fl.   Þegar líður aðeins á vorið hafa litlar kúlupúpur í náttúrulegum litum verið mjög sterkar, svartar, brúnar og rauðar.

Veiðivörður: Jóhann G Friðgeirsson S: 8948081