Silungsveiði

Villingavatn og Villingavatnsós

Villingavatn og Villingavatnsós er eitt af betri leyndarmálunum í Silungsveiðinni hér á suðurlandi, Risa urriðar af Þingvallastofni eru í Villingvatni og villingavatnsós sogar í sig stóra Urriða sem er ekki leiðilegt við að eiga. Sjálft Villingavatnið er bísna skemmtilegt veiðivatn og er frekar aðdjúpt svo menn þurfa lítið að vaða mjög og Urriðinn getur legið nánast undir bökkum þar sem menn standa svo það er alltaf betra að kasta nálægt bökkum áður en menn vaða af stað.  Villingavatn rennur í Þingvallavatn og er Urriðin sennilega af sama stofni og Þingvallaurriðinn og getur verið bísna vænn, sumarið 2015 veiddust þónokkrir 80+ cm urriðar í Villingavatni.

Aðeins er veitt með 4 stöngum í Villingavatni og Villingavatnsós, Fluguveiði er engöngu leyfð á svæðinu og skal sleppa öllum Urriða, Villingavatn hefur verið friðað sl ár til þess að byggja upp Urriðastofnin sem hefur tekist með ágætum.

Ef menn bóka ekki allar 4 stangirnar, stakar stangir eða 2 stangir verða menn að skipta veiðisvæðinu bróðurlega á milli sín og er sú skipting í höndum og á ábyrgð veiðimanna.

Veiðisvæði: Villavatnsós Sunnan meginn og strandlengjan að aðalveginum sem nær niður af sumarbústaðabyggðinni, og Allt Villingavatn.

ATH: Fluguveiði engöngu og veiða sleppa. Menn mega taka sér Bleikju í soðið en urriðanum verður að sleppa.

Veiðibók verður í Kassa við veginn hjá Villingavatni og eru menn beðnir að skrá allan fisk þar.