Silungsveiði

Víðidalsá sil

Silungasvæðið í Víðidalsá er eitt af betri silungasvæðum landsinns og eru fá veiðisvæði sem hafa jafn háa meðal veiði pr stöng í silungsveiði. Mest megnis veiðist bleikja en þegar líður af hausti koma sterkar sjóbirtingsgöngur í Víðidalsánna og inná milli veiðast mjög vænir Sjóbirtingar. Einnig er töluverð Laxavon  á veiðisvæðinu og í góðu meðalári haf verið að fást allt að 50 löxum á veiðisvæðinu.  Aðeins er veitt á 2 stangir á silungasvæðinu í Víðidalsá og engöngu er veitt með Flugu.

Staðsetning: Norðvesturland ca 208 km frá rvk.

Stangarfjöldi: 2 stangir

Tímabil: 15 Júní - 10 Okt

Seld Holl/dagar: stakir dagar 2 stangir saman frá morgni til kvölds.

Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 frá 15júní - 19 ágúst. 7-13 0g 15-21 frá 20 ágúst-10 Okt.

Leyfilegt agn: Eingöngu Fluguveiði

Veiðitæki: einhendur 9-10 fet fyrir línu 5-8, Flotlína er vinsælust.

Bestu flugur, Heimasæta, bleikt og blátt, r francis, Nobblerar og ýmsar púpur.

Veiðireglur: skyllt er að sleppa öllum Laxi stærri en 70cm, enginn kvóti er á bleikju eða Sjóbirtingi.

Veiðibók: Liggur í Hjólhýsinu sem stendur við silungavsæðið, skyllt er að skrá allan afla.

Leiðalýsing: Til þess að keyra niður á silungasvæði Víðidalsár er beygt niður af þjóðvegi 1 við Refsteinstaði áfram er keyrt og svo til vinstri þar sem slóðin liggur niður af bökkum Víðidalsár.

Helstu veiðistaðir: Hamarshylur sem er efsti veiðistaðurinn, Ferjustaður og ferjuhylur langir og miklir veiðistaðir, Torfhylur, Breiðan og svo Kvíslarnar.