Silungsveiði

Vatnasvæði Lýsu

 

Fjölskylduparadís með góðri laxavon

Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að taka í sölu Vatnsvæði Lýsu á Snæfellsnesi en þessi fallega perla er frábær silungsveiðikostur og í bestu árum hafa veiðst hátt í 200 laxar á sumri.

Fyrri hluti sumars er þegar silungurinn er mest við líði, en þegar líður á júlí er töluverð laxavon á svæðinu. Þetta er frábær og ódýr kostur fyrir veiðimenn og konur á einu af okkar fegursta landsvæði. 

Á vatnasvæðinu veiðist urriði og bleikja og í ágúst/september er ágætis laxavon.  Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin er misjöfn. Laxinn er yfirleitt smálax en allt að 19 punda fiskar hafa veiðst og silungurinn er frá 400 gr -1.000 gr. 

Vatnasvæði Lýsu hefur verið í umsjá einkaaðila undanfarin 10 ár og er það án efa mikið fagnaðarefni fyrir marga að geta loks veitt þar að nýju.  

 

Vatnasvæði Lýsu

Stangarfjöldi: 6 stangir.  Veiðisvæðið skiptist í tvö Þriggja stanga veiðisvæði og veitt er 6 klst. á hvoru svæði.  Skipt í hádeginu eða eftir frekari samkomulagi.


Veiðitími: 8:00-14:00 og 16:00-22:00,  í lok ágúst og í september er veiðitíminn 15:00-21:00.


Tímabil:  20 júní – 20. sept.


Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn í vötnunum en eingöngu fluga og spúnn í ánum sem liggja á milli vatnana


Veiðireglur: 1 smálax á stöng á dag og rest skal sleppt.   Ekki eru takmarkanir á silungsveiðinni.


Veiðihús: Margir gistimöguleikar eru í nágreni Vatnasvæði Lýsu allt frá tjaldstæðum uppí fínustu hótel.

 

Veiðisvæði:  Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og Vatnsholtsá og lækir sem liggja á milli vatnana.   Mesta laxveiðin hefur verið í Vatnsholtsá sem fellur til sjávar á milli bæjanna Ytri Garða og Vatnsholts í Staðarveit.   Áin er stutt en í hana fellur áin Lýsa sem á upptök ofan byggðar.  Einnig rennur í hana afrennsli nokkurra vatna austur frá ánni.  

 

Veiðibók:   Veiðibók er í móttöku Gistiheimilisins Kast í Lýsudal og eru menn skyldir að skrá allan afla í lok dags.

 

Veiðiverðir:  Sigrún Katrín Halldórsdóttir 8987086 og Þór Fannberg Gunnarsson 8958987

 

Leiðarlýsing og veiðisvæði

Veiðisvæðin eru tvö, efra og neðra svæði sjá kort.

Veiðimenn mæta á Gistiheimilið Kast kl. 07:45 og draga um hvoru megin skal byrja að veiða.  Séu menn ekki mættir kl. 07:50 leyfist þeim sem kominn er að velja hvar hann byrjar en svo skipta menn í hádeginu.  

 

Bestu Flugur:

 

Silungur: Ýmsir streamerar eins og Black Ghost, Nobbler, Grey Ghost o.fl. o.fl.., Púpur í ýmsum stærðum og suma daga hafa þurrflugur gefið vel. 

Lax: rauður og svartur frances, sunray o.fl. laxaflugur.