Silungsveiði

Skjálf Sil-Lax V Bakki (Brú -Fellsendaskóg)

Veiðileyfi

26 ágú. 27 ágú. 28 ágú. 29 ágú. 30 ágú. 31 ágú. 1 sep. 2 sep. 3 sep. 4 sep. 5 sep. 6 sep. 7 sep. 8 sep. 9 sep. 10 sep. 11 sep. 12 sep. 13 sep. 14 sep. 15 sep.
Skjálf Sil-Lax V Bakki (Brú -Fellsendaskóg)
2
2
2
2
2
2
2
2
2

Silunga- og laxveiðisvæði Skjálfandafljóts er ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung með laxavon. Silungasvæðin ofan brúar voru lengd upp á gömlu laxasvæðin og fylgja nú hyljir sem gefa góða silungsveiði og að öllu jöfnu þó nokkra laxa á ári hverju. Veiðisvæðin eru tvö og eru tvær stangir á hverju svæði og eru þau staðsett á sitthvorum bakka ofan þjóðvegsbrúar á leið til Húsavíkur.

Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir

Veiðimörk: Frá og með veiðistaðnum Votaklöpp niður að landamerkjagirðingu að þjóðvegarbrú.

Helstu veiðistaðir: Skógarpollar, Skriðuhorn, Girðingarhorn, Meleyrarpollar.

Helstu flugur: Nobblerar og flugur í skærum litum. Snælda og Frances í lax.

Veiðitími:
18. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22. 
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

Veiðitímabil: 18 júní – 15 september.

Veiðivörður: Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198