Silungsveiði

Skjálfandafljót sil V Bakki Ós-Brú (Leikskálaá)

Silungasvæði Skjálfandafljóts eru neðan þjóðvegarbrúar og ná niður að ós. Líkt og annars staðar í Skjálfandafljótinu er selt á hvorn bakkann fyrir sig.

Neðan brúar er vesturbakkinn heldur þekktara veiðisvæði, þar sem nokkrar ferskvatnsár renna í Skjálfandafljótið þeim megin og er gjarnan fín veiði í vatnamótunum þar sem tært vatn rennur saman við jökullitaða vatnið.

Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir

Veiðimörk: Frá þjóðvegarbrú niður að ós.

Helstu veiðistaðir: Eru í vatnamótum ferskvatnsánna eins og Rangá, Syðri-Leikskálaá, Nípá..

Helstu flugur: Nobblerar og flugur í skærum litum. Snælda og Frances í lax.

Veiðitími:
18. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

Veiðivörður: Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198

Skylt er að skrá allan afla. Veiðibók verður staðsett í mjólkurhúsinu á Vaði 2.