Ísaldarurriðinn á Þingvöllum
Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að taka í sölu ION veiðisvæðið á Þingvöllum, sem er án efa langbesta STÓR-urriðaveiðisvæði á Íslandi.
Iceland Outfitters og ION fishing hafa gert með sér samkomulag um sölu á sumar og haustdögum sem munu eflaust falla vel í geð vaskra veiðimanna.
Ion svæðið þarf vart að kynna fyrir veiðimönnum enda eitt af stórkostlegustu veiðisvæðum landsins, árlega veiðast urriðar upp undir 30 pund og fá veiðisvæði á Íslandi eru jafn gjöful og ION svæðið. Hér hafa margir draumafiskar veiðst á síðustu árum og eflaust eiga margir eftir að veiða stærsta fisk lífs síns á svæðinu.
ION veiðisvæðið
Stangarfjöldi: 4 stangir sem er skipt í tvö tveggja stanga veiðisvæði og 6 klst á hvoru svæði. Skipt í hádeginu
Veiðitími: 8:00-14:00 og 16:00-22:00, í lok ágúst og í september er veiðitíminn 15:00-21:00.
Tímabilið: 15. apríl – 15. sept.
Fjöldi stanga: 4 stangir. Alltaf eru 2 stangir seldar saman í einum pakka.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga
Veiðireglur: Eingöngu veitt og sleppt.
Veiðihús: Við mælum með að fólk bóki sér gistingu á ION hótelinu sem er skammt frá veiðisvæðinu en þeir bjóða einnig uppá frábæran matseðil í hádeginu og á kvöldin.
Leiðarlýsing og veiðisvæði
