Laxveiði

Skjálfandafljót, A bakki, efri (Þingey)

Veiðileyfi

14 júl. 15 júl. 16 júl. 17 júl. 18 júl. 19 júl. 20 júl. 21 júl. 22 júl. 23 júl. 24 júl. 25 júl. 26 júl. 27 júl. 28 júl. 29 júl. 30 júl. 31 júl. 1 ágú. 2 ágú. 3 ágú. 4 ágú. 5 ágú. 6 ágú. 7 ágú. 8 ágú. 9 ágú. 10 ágú. 11 ágú. 12 ágú. 13 ágú. 14 ágú. 15 ágú. 16 ágú. 17 ágú. 18 ágú. 19 ágú. 20 ágú. 21 ágú. 22 ágú. 23 ágú. 24 ágú. 25 ágú. 26 ágú. 27 ágú. 28 ágú. 29 ágú. 30 ágú. 31 ágú. 1 sep. 2 sep. 3 sep. 4 sep. 5 sep. 6 sep. 7 sep. 8 sep. 9 sep. 10 sep. 11 sep. 12 sep. 13 sep. 14 sep. 15 sep.
Skjálfandafljót, A bakki, efri (Þingey)
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1
1

Skjálfandafljót er Jökulá sem á upptök í Norðvesturhlututa Vatnajökulls og er áin fiskgengd um 40 km, Skjálfandafljót er alls um 180 km að lengd og er fræg fyrir fallega fossa og fallega nátturu umhverfis. Laxgengd í Skjálfandafljót er mjög góð, meðalveiði sl 10 ára er 590 laxar og hefur veiðin verið frekar jöfn eða á bilinu 450 -700 laxar. Eingöngu er veitt með 6-7 stöngum í Skjálfandafljóti og heillar tröllvaxin náttura og miklir kraftar vatnsinns.

Austurbakki Efri 2 stangir (Þingey)

2 stangir seldar saman, athugið að uppgefið verð miðast við tvær stangir á dag

Veiðisvæðið er Austurbakki Skjálfandafljóts frá Barnafossi niður gljúfrin og niður að Gljúfurkjafti. Veitt er úr Þingey og þurfa veiðimenn að róa yfir Skipapoll til þess að komast á veiðislóð. Hér fara menn fótgangandi  um veiðisvæðið og tekur um 30 mínútur að ganga frá Skipapolli upp að efsta veiðistað, eða um 10 mín að ganga upp í Gljúfurkjaft, þaðan tekur 10 mín að ganga upp á Pálsbreiðu og frá Pálsbreiðu upp í Fosspoll tekur um 10 mín.

Veiðitími er sveiganlegur og býðst mönnum að sleppa því að taka pásu og veiða í 12 tíma.  Vinsamlegast virðið tímamörk ef kosið er að sleppa miðdegispásunni.

 

  • Fjöldi stanga: 2
  • Kvóti 6 laxar pr stöng pr dag
  • Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn

 

Veiðimenn eru beðnir að hlífa stórlaxi

Eins og alls staðar í Skjálfandafljóti er full þörf á að fara með aðgát á svæðinu.  Sumir veiðistaðir á efri austurbakka eru ekki aðgengilegir og notast skal við kaðla til að styðjast við.


Helstu veiðistaðir:

Pálsbreiða, Sandhylur, Grjóthylur, Tótaklöpp, Litla Breiða, Steinabreiða, Fosspollur norðan, Fosspollur sunnan, Ingólfshöfði, Geirahola.

 

Veiðitími:
18. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

Veiðivörður: Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198