Laxveiði

Krossá á Skarðsströnd

Krossá á Skarðsströnd í Dalasýslu fellur til sjávar í Geirmundarvog á Skarðsströnd, skammt sunnan við Skarðsstöð en á upptök á Villingadal.

Áin er  dragá og er um  15 km. að lengd, en vatnasvið hennar er um 47 ferkm.  Gott veiðihús er við ána og umhverfi mjög fallegt.

Húsið er ofan vegar við bæinn Á og er svefnrými fyrir 5 manns, auk mögulegs svefnrýmis í stofu. Einnig er þar eldunaraðstaða og sumarið 2019 verður

komið fyrir gufubaði við húsið. Meðalveiði síðustu 15 ára er um 200 laxar.

 

Veiðireglur:

Veitt er á tvær stangir og aðeins er veitt á flugu. Leyfilegt er að hirða 1 smálax (undir 70cm) á hvern stangardag. Ekki er kvóti á silungi.

Veiðimenn ráða skiptingu veiðisvæðisins innbyrðis.

Veiðitími er frá 16 til 22 og 7 til 13. Frá og með 13. ágúst er seinni vaktin frá 15 til 21.

Veitt er frá hádegi til hádegis og mega veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst og skulu hafa yfirgefið húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur á brottfarardegi.