Laxveiði

Selá í Álftafirði

Selá í Álftafirði er tveggja stanga 15 km löng gullfalleg dragá í um 500 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 63 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Hún rennur um Starmýrardal til sjávar í Álftafirði fyrir austan Þvottárskriður.
Umhverfi Selár er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt fallegt svæði.

 

Selá er  fiskgeng um 9 km vegalengd og er með um 20 merkta veiðistaði sem veiddir hafa verið á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 30. september. Eingöngu er leyfð fluguveiði í Selá í Álftafirði og öllum laxi skal sleppa aftur í ánna.

 

Selá er búin að vera friðuð í nokkur ár og má sjá Laxastofnin vera að vaxa og verður spennandi að fylgjast með ánni á næstu árum. Áin er rík af stórlaxi og frábær staður fyrir minni hópa eða fölskyldur á sanngjörnum verðum.

 

Við ósa árinnar eru þó nokkrar göngur af sjóbleikju auk þess sem sjóbirtingur veiðist hér líka.

 

Aðstaða er fyrir veiðimenn í gömlu íbúðarhúsi sem er til afnota fyrir veiðimenn. Þar er svefnpláss fyrir allt að 8 manns.
Til að komast í veiðihúsið er ekið framhjá Höfn í Hornafirði á þjóðvegi 1 þar til komið er í Álftafjörð. Svo er beygt til vinstri að Múla 3 eftir að hafa keyrt í um það bil 10 km frá brúnin yfir Selá. Þetta er tveggja hæða hús klætt með bárujárni.
 
Hægt er að fá uppábúið en það þarf að panta sérstaklega.
 
Veiði hefst kl 15 á komu degi og endar kl 21:00. Morgunvaktin hefst kl 7:00 og það má veiða til kl 13:00.
 
Á brottfarardegi mega veiðimenn að veiða til kl 12:00 og þrífa þarf húsið fyrir komu næstu veiðimanna. Hægt er að biðja um uppábúin rúm og þrif með því að senda fyrirspurn á gge451@gmail.com / 8940451 (Guðmundur) en hvert rúm kostar 3000 kr og loka þrif eftir veiði er á 12.000 kr og greiðist á staðnum.
 
Nauðsynlegt er að hringja í Guðmund áður en komið er til veiða og tekur hann aðeins við pening. Við viljum taka það fram að aðeins má veiða á flugu í Selá og veiðimönnum ber skylda að sleppa öllum veiddum laxi þar sem stofninn var að hruni kominn. Veiðihúsið er staðsett Starmýri 3 og hægt er að nálgast lykla og fyrirspurnir um aðbúnað með því að hringja í 8940451 (Guðmundur). Húsið tekur 6 í gistingu og er allur helsti búnaður til staðar í húsinu. Ekki er gasgrill á staðnum heldur kolagrill og því gott ef menn taka með sér kol ef þeir ætla sér að grilla. Sængur og koddar eru á staðnum en menn verða að taka með sér rúmföt og lök eða svefnpoka (upplýsingar um stærð rúma er ekki alveg á hreinu) Meðfylgjandi er kort af ánni. Taka skal fram að slóðar eru varasamir og er brúin yfir veiðistaðin Foss mjög varasöm. Hægt er að keyra að mörgum stöðum en við hvetjum veiðimenn að labba að veiðistöðum ef þeir treysta sér ekki eftir slóðum sem merktir eru á kortið. Einnig fylgir grein úr veiðimanninum með sem hjálpar mönnum með lýsingar af veiðistöðum. Þar sem áin breytir sér á hverju ári eru margir staðir sem ekki eru merktir á kortið og einnig hafa myndast nýjir staðir sem ekki eru merktir þannig að við hvetjum með að veiða líka á milli staða.
 
Stjörumerktir staðir eru þeir staðir sem hafa gefið lax í tilraunaveiði - staðurinn Hnaukastrengir er samt ekki lengur til. Helstu tengiliðir Haukur - Starmýri 2 - 844-6831 (veiðivörður) Guðmundur - Starmýri 3 - 8940451 (sér um hús) Páll - Umsjón veiðileyfa - 7874746