Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Urriðafoss B svæði

Urriðafoss B  NÝTT!!

ATH frá og með 10 Ágúst styttist veiðisvæði Urriðafoss B svæði en þá mun Sandholt detta út úr veiðisvæðinu og nær þá veiðiðsvæðið eingöngu á milli brúa.

Tilraunaveiðisvæðið í landi Urriðafoss, Urriðafoss B.Eins og við köllum það er efsti hluti jarðarinnar Urriðafoss og nær svæðið frá veiðistaðnum Sandhollt sem er ca  300 m fyrir neðan nýju Brú og nær upp að Gömlu brú. Það er komin smá reynsla á Veiðisvæðið og hafa veiðistaðir eins og Hestvík, Grjótin, Kláfur alltaf gefið veiði og stundum alveg töluvert, Sandholtið kom skemmtileg á óvart í fyrrasumar þegar fór að líða á Júlí en þá rötuðu menn í Sandholtið og gerðu stórveiði og sanholtið hélt áfram að gefa í ágúst, Það er okkur orðið ljóst að það er töluvert af laxi sem á heima á þessu svæði og hrygnir á svæðinu.

Bestu veiðistaðir eru Hestvík, Kláfur, Grjótin 

 Urriðafoss B Svæði

Það eru 2 stangir veiðisvæðinu og eru þær seldar saman.  

 

Veiðileyfin eru á hóflegu verði og frábær kostur fyrir laxveiði frá Morgni til kvölds, stutt frá rvk.

 

 

 

 

Þjórsá

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn fara varlega.   Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Þjórsá.

Við biðjum veiðimenn að umgangast áfengi með gát og ölvun á svæðinu er bönnuð því hún skapar hættu.  

 

Umgengni

Þjórsá er ein af náttúruperlum íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.  Ekki er leyfilegt að gera að fiskum við ána. 

 

Veiðin

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

 

Stangarfjöldi/skipting veiðisvæðis

Veitt á 2 stangir, Urriðafoss B

veiðimenn bera ábyrgð á veiðisvæðaskiptingu en ávalt er veitt með 2 stöngum á Urriðafoss B landi.  Mælst er til að menn skipti á 3 klst fresti eða það sem menn geta sammælst um. Til þess að ákveða veiðisvæðaskiptingu hittast veiðimenn 6.45 á bílaplaninu við gömlu brú, séu menn ekki mættir kl. 6.55 hafa þeir sem eru mættir rétt til þess að velja sé það veiðisvæði sem þeir vilja byrja og svo skipta menn eftir 3 klst.

 

Veiðibók:

Veiðibók er á bílastæðinu við gömlu Þjórsárbrú og er mönnum skyllt að skrá allan afla í veiðibókina.

  

Kvóti og leyfilegt agn.

Leyfilegt er að drepa 5 smálaxa á dag á stöng. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt.  Leyfilegt agn er fluga og maðkur.  

Veiðimenn athugið!  Eftir að fimmti laxinn hefur verið drepinn er ekki leyfilegt að veiða lengur, hvorki á maðk né flugu.  Svo ef menn ætla að láta veiðina endast út daginn er fólki ráðlagt að sleppa ósárum fiskum og klára ekki kvótann snemma.  

 

Veiðivörður.

Einar á Urriðafossi s: 863 3017

 

Brot á kvótareglum verða til þess að landeiganda er heimilt að gera allan afla upptækan.