Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Þjórsártún í Þjórsá

Tilraunaveiði í landi Þjórsártúns
 

Það er okkur mikill og sannur heiður hefja sölu á veiðisvæðinu í landi Þjórsártúns sem er í raun Austurbakki Þjórsár á móts við Urriðafoss. Þetta er verkefni sem hefur verið á frumstigi og höfum við lært töluvert á þeim dögum sem veitt hefur verið í Landi Þjórsártúns. Það er alveg frábært að stangveiðimenn fá nú tækifæri að spreyta sig með stöng á svæðinu og er ennþá einhverskonar tilraunaverkefni og er veitt þá daga vikunar sem netin eru ekki í ánni eða hvíldardaga netabænda. Veiðisvæði Þjórsártúns er um ca 3 km langt og er mjög glæsilegt ásýndar. Árlega hafa veiðst þúsundir laxa í þjórsá í gegnum tíðinna svo það er allveg tilraunarinnar virði að prófa stöngina, verðinu verður stillt í hóf og við vonum að sem flestir komi og reyni veiðina á þjórsártúni.

 

Besti veiðistaðurinn sl sumur hafi verið Kláfurinn sem er á Milli brúa og hefur Urriðafossbreiðan og litli fossinn einnig gefið ágætlega.

 
Alls eru 4 stangir seldar fyrir landi Þjórsártúns og skiptist veiðisvæðið í tvennt efri hluta og neðri hluta, lagt er upp með 3 klst skiptingum og eru 2 stangir á hvoru svæði.
 
Veiðisvæðið er tvískipt.
 
Efri svæði 2 stangir
 
Nær frá efsta odda Heiðartanga og nær niður fyrir nýju brú
 
Neðra svæði 2 stangir
 
byrjar ca 200 metrum fyrir neðan nýju brú og nær að veiðimörkum fyrir neðan Urriðafoss. Aldrei má veiða með meira en 2 stöngum í Urriðafossi hverju sinni.
 

Þjórsá

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn fara varlega.   Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar við Þjórsártún.

Við biðjum veiðimenn að umgangast áfengi með gát og ölvun á svæðinu er bönnuð því hún skapar hættu.  

 

Umgengni

Urriðafoss er ein af náttúruperlum íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.  Ekki er leyfilegt að gera að fiskum við ána. 

 

Veiðin

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

 

Stangarfjöldi

Veitt er á 4 stangir 2 og 2 stangir á svæði.  

 

 

 

Kvóti og leyfilegt agn.

Leyfilegt er að drepa 5 smálaxa á dag á stöng. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt.  Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.  

Veiðimenn athugið!  Eftir að fimmti laxinn hefur verið drepinn er ekki leyfilegt að veiða lengur, hvorki á maðk né flugu.  Svo ef menn ætla að láta veiðina endast út daginn er fólki ráðlagt að sleppa ósárum fiskum og klára ekki kvótann snemma.  

 

 

Brot á kvótareglum verða til þess að landeiganda er heimilt að gera allan afla upptækan.  

 

 

Veiðibók

Veiðibók er á bílastæðinu og skulu veiðimenn skrá allan lax

 

Veiðitími: 
1 júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22. 
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

 

Seldar eru 2 og 2 stangir saman og hittast veiðimenn við heimreiðina af Þjórsátúni þar sem veiðibókin verður staðsett, þar sem dregið er um hver byrjar hvar.  Skiptingin er á 3 tíma fresti og er dregið um hver byrjar hvar kl. 06:45.  Ef ekki eru allir mættir þá ráða þeir sem komnir eru hvar þeir byrja en þurfa að skipta á 3 klst fresti, nema menn sannmælist um annað.

Skipting veiðisvæðis er á ábyrgð veiðimanna..     

 

 

Veiðivörður: Karl Ölvirsson S:893 5380