Laxveiði

Hafralónsá í Þistilfirði

Hafralónsá er staðsett á norð-austur horni landsins rétt við kaupstaðin Þórshöfn. Hafralónsá er ein af vatnsmestu ám norðausturlands og er með um 28 km langt veiðisvæði,  55 merkta veiðistaði. Undanfarin ár hefur verið allerfitt að fá veiðileyfi í ánna enda hafa leigutakar nýtt sér nærri allan veiðirétt sjálfir. Hafralónsáin er mikil Laxveiðiá og mjög fjölbreitt. Veiðisvæði er allt frá miklum Gljúfrum niður í fallegar malarbreiður þar sem veiðimenn geta búist við töku í hverju kasti. Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur verið Sveiflukend í gegnum tíðina en síðustu ár hefur veiðin þó verið mjög góð. Árið 2008 veiddust í henni 580 laxar. Árið 2009 veiddust 501 lax og árið 2010 veiddust 610 laxar.

Í megindráttum má skipta ánni í þrjá hluta. Á neðsta hluta rennur Hafralónsá á eyrum með fremur stórum fallegum veiðistöðum en inn á milli eru harðir strengir þar sem laxinn getur leynst,. Miðhlutinn er aðalega í gljúfri og þar eru hinr frægu veiðistaðir Gústi ,Stapi og Þræll, þar er oftar en ekki lax allt tímabilið,. Efsti Hluti rennur áin um heiðar og hvamma og þar má finna marga stórfenglega veiðistaði.

 

Veiðihús

 

Veiðihús Hafralónsár stendur í landi Hvamms á vesturbakka árinnar. Í húsinu eru 6 tveggja manna herbergi og sjá menn sjálfir um mat, Hægt er að panta uppábúið.