Laxveiði

Laxá í Aðaldal Laxamýrarsvæðið

Laxá í Aðaldal er ein þekktasta laxveiðiá landsins og er oft kölluð drottning Íslenskra Laxveiðiáa,  Laxá er þekktust fyrir hrikalega stórlaxa og mikla náttúrufegurð. Okkur er mikil og sönn ánægja að setja í sölu Laxamýrar svæðið í Laxá í Aðaldal sem hefur ekki verið auðvellt að fá leyfi í gegnum tíðina. Margir af Frægustu stórlaxaveiðistöðum landsinns eru á Laxamýrarsvæðinu eins og Æðarfossar, Mjósund, Breiðeyri ofl ofl.

 

Veiðihúsið við Laxá er nefnt Vökuholt og er hið glæsilegasta.

 

1 fæði og gist fylgir seldum veiðileyfunum, séu tveir um stöngina þarf að greiða aukafæði og gist í veiðihúsinu. 

 

Laxamýrarsvæðið spannar ofan og neðan Æðarfossa og efsti hlutinn er ofan við Nessvæðið.  Á 2 dögum ná veiðimenn að veiða öll veiðisvæðin á Laxamýri.

frekari upplýsinga stefan@icelandoutfitters.com