Laxveiði

Eystri Rangá

Flestir þekkja Eystri Rangá enda er hún búin að vera á toppsætum Bestu Laxveiðiáa Íslands sl 20 ár. Núna á seinni árum hefur veiðifélag Eystri Rangá einbeitt sér af ræktun á stórlaxi og hefur það lukkast mjög vel, veiðimönnum til mikillar ánægju. Þess vegna hefur snemmveiðin í Eystri rangá alltaf verið áhugaverðari með hverju árinu. sumarið 2016 veiddust um 500 laxar í Júní og allt stórlax.

 

Í Júní eru 12 stangir í Eystri Rangá og eru 3 stangir á hverju svæði fyrir sig. samtals eru 4 veiðisvæði í allri ánni, 3 stangir eru seldar saman og rótering á hálfum degi svo það tekur 2 daga að fara yfir öll svæðin. Menn rótera svo innbirðis á svæðunum.

Skyllt er að veiða á Flugu og menn eru skyldaðir að sleppa öllum fiski í tilgerðar kistur sem eru á hverju svæði fyrir sig.