Laxveiði

Litla Þverá

 

Litla-Þverá rennur í Þverá/ Kjarrá í Borgarfyrði og er ein af uppalningstöðum Þverár. Hún er laxgeng um 12 kílómetra að Kambfossi og getur geymt töluvert af fiski. Bestu ár hafa veiðs allt að 150 löxum Í Litlu-Þverá og eru nokkrir mjög góðir veiðistaðir. Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Áin er um 12 km löng með fjölda veiðistaða. Gullskemmtileg lítil á í hjarta Borgarfjarðar.

Veiðitímabil: 6. júlí – 15. sept
Fjöldi stanga: 2 stangir – Litla-Þverá er seld frá morgni til kvölds.
Leyfilegt agn: Fluga eingöngu.
Veiðireglur: 2 smá laxar á stöng á dag. Kvóta má ekki færa á milli stanga eða stangadaga. Stórlaxi skal sleppt.