Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Leirá í Leirársveit (lax+sjób)

Leirá í Leirársveit er lítil og skemmtilegt Laxveiðiá aðeins í 20 mín fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, Í Leirá er engöngu veitt með Flugu og öllum fiski sleppt. Skemmtilegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.

Fluguveiði er nú engöngu leyfð í Leirá og skyllt að sleppa öllum fiski.  Að hámarki má nota 2 stangir í Leirá hverju sinni og eru veiðimenn beðnir að virða allar veiðireglur.

Alltaf eru seldar 2 stangir saman með veiðihúsinu.

Veiðisvæðið er rúmmlega 4 km að lengd með 24 nefndum veiðistöðum.

seld eru veiðileyfi frá hádegi til hádegis og biðjum við veiðifólk að ganga vel um veiðihúsið.

Veiðimenn meiga mæta í veiðihús klst fyrir veiðitíma og yfirgefa veiðihúsið klst eftir að veiðitíma líkur . Skyllt er að ganga vel um og þrífa vel áður en menn yfirgefa veiðihúsið.

í veiðihúsinu er svefnaðstaða fyrir 4-5 manns, aðeins eitt svefnherbergi með 2 rúmum og svo svefnloft sem sem getur tekið um 2-3 á dínu.

Í veiðihúsinu er gasgrill og gaseldavél, Veiðimenn eru beðnir að taka allt rusl með sér úr veiðihúsinu.

 

Veiðileyfin eru seld frá Morgni til kvölds og Veiðimenn meiga koma í veiðihús kvöldinu fyrir veiðidag og gista fyrir veiði. 

 

Hvenar má koma í veiðihús.

 

Apríl, Maí, Sept og Oktober meiga veiðimenn koma í veiðihús kl 20.00 en þurfa að skila af sér veiðihúsinu kl 19.00 á veiðidegi, ath menn geta klárað að veiða eftir að það er búið að ganga frá veiðihúsinu.

Júlí og Ágúst Meiga veiðimenn koma í Veiðihús kl 21.00 en þurfa að skila af sér veiðihúsinu kl 20.00  á veiðidegi. ath menn geta klárað að veiða eftir að það er búið að ganga frá veiðihúsinu.