Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Austurbakki Hólsá (Aðalsvæði)

Austurbakki Hólsár er skemmtilegur kostur í laxveiði fyrir hópa sem vilja vera útaf fyrir sig.  Glæsilegt veiðihús fylgir svæðinu á besta tíma.

Hólsá er neðsti hluti Eystri Rangár og ármót Rangánna beggja niður að sjó.  

Austurbakki Hólsá er neðsti hluti Eystri Rangár eftir að Þverá sameinast henni.   Veiðisvæðið nær frá Ármótum Þverár og Eystri Rángár og alla leið niður að Valalækjum sem er ca 1.5 km fyrir neðan Ártún., eða samtals 12-14 km. Í bestu árum hafa verið að koma hátt 7-800 laxar á land ásamt slangri af sjóbirtingi. Allur lax sem gengur í Rangárnar gengur í gegnum svæðið svo það er oft mjög mikið líf á svæðinu enda hafa  menn  lent í miklum ævintýrum þarna.  

STANGARFJÖLDI: 6

LEYFILEGT AGN: FLUGA, MAÐKUR OG SPÚNN

Júní og September eru seldar stakar stangir frá Morgni til kvölds og fylgir ekki veiðihús seldum stöngum á þeim tíma. Hægt er að panta aðgang að veiðihúsinu.

 

SKIPTING VEIÐISTAÐA:

3 stangir Ármót Þverá -Eystri /veiðihús

3 stangir Veiðihús/Ártún

Frísvæði Ártún/Valabakkar.

Skipt er á 3 klst nema menn semji um annað, skiptingin er á ábyrgð veiðimanna.

  

Veiðimenn hittast kl 6.45 í Júní og 7.45 í sept  við veiðihúsið og skipta veiðisvæðinu bróðurlega á milli sín.