Laxveiði

Urriðafoss í Þjórsá

Urriðafoss í Þjórsá

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.   Laxveiði hefur að mestu verið stunduð með netum og menn lítið reynt með stöng.

Hér er því í gangi forvitnilegt samstarfsverkefni landeiganda og Iceland Outfitters.  Í fyrrasumar voru gerðar nokkrar tilraunir með stöng í Urriðafossi sem gaf meira en menn bjuggust við. Fossin nánast iðaði af laxi og voru menn ekki lengi að veiða þann kvóta sem var leyfður.  Í Urriðafossi eru nokkrir skemmtilegir staðir sem stoppa nánast allan lax sem þar fer þar í gegn og þessi kostur á eftir að veita mönnum skemmtilega tilbreytingu í laxveiðinni. Meðalveiði í Þjórsá er á milli 4000-5000 laxar á ári og allt að helmingur þeirra hefur verið að veiðast við Urriðafoss.

Netadagarnir hjá landeigendum eru alla þriðjudaga - föstudaga.  Iceland Outfitters og landeigendur að Urriðafossi hafa í sameiningu ákveðið  að kippa upp aðal netalögnini í Urriðafossi sjálfum svo hægt sé að veiða þar á stöng umrædda netadaga en Urriðafoss stoppar nánast allan fisk sem gengur uppí Þjórsá.

Þetta er svona eitt af fyrstu skrefum í að búa til  og breyta þessu mikla veiðisvæði úr netaveiðisvæði í Stangveiðiparadís. Enn verða lagnir bæði fyrir ofan og neðan Urriðafoss á umræddum dögum en okkar markmið er að láta stangveiðina taka við af netaveiðinni sem líklega mun gerast innan fárra ára miðað við frábærar viðtökur og gang stangveiðinnar.

 

Seldar eru 2 stangir saman á vefsíðunni. svo menn verða deila verðinu í tvennt til að sjá verð pr stöng,  

 

 

Þjórsá

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn hafa fara varlega.   Áin getur verið mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.

 

Umgengni

Urriðafoss er ein af náttúruperlum íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið.

 

Veiðin

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

 

Stangarfjöldi

Veitt er á 2 stangir í Urriðafossi í júní, júlí og ágúst.

 

Kvóti og leyfilegt agn.

Leyfilegt er að drepa 5 smálaxa á dag á stöng eða samtals 10 laxa á dag. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt.  Leyfilegt agn er fluga og maðkur.  
 
Veiðimenn athugið!  Eftir að 10. laxinn hefur verið drepinn er ekki leyfilegt að veiða lengur, hvorki á maðk né flugu.  Svo ef menn ætla að láta veiðina endast út daginn er fólki ráðlagt að sleppa ósárum fiskum og klára ekki kvótann snemma.  
 
 
Brot á kvótareglum verða til þess að landeiganda er heimilt að gera allan afla upptækan.  
 
 
Veiðibók
 
Veiðibók er á bílastæðinu og skulu veiðimenn skrá allan lax
 

Veiðitími:
1. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

 

Veiðivörður: Einar 863 3017

 

Góða skemmtun!

Veiðileyfi

20 sep. 21 sep. 22 sep. 23 sep. 24 sep. 25 sep.
Urriðafoss í Þjórsá
1
1
1