Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Urriðafoss í Þjórsá

Urriðafoss í Þjórsá

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna.   Laxveiði hefur að mestu verið stunduð með netum og stangveiði lítið sem ekkert stunduð þar til sumarið 2017. Sl tvö ár hafa verið ótrúleg og hefur Urriðafoss trjónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsinns frá því að stangveiði byrjaði á svæðinu. 

ATH

Frá 10 ágúst lengist veiðisvæði Urriðafoss frá nýjubrú og niður en þá kemur inn veiðistaðurinn Sandholt sem er búið að vera frábært í sumar, það eykur veiðina töluvert í Urriðafossi. Veiðisvæðið nær þá frá Sandholti og niður fyrir veiðistaðina Vaður sem er breyting á milli ára. 

Hér er í gangi forvitnilegt samstarfsverkefni landeiganda og Iceland Outfitters.  Sumarið 2016 voru gerðar nokkrar tilraunir með stöng í Urriðafossi sem gaf meira en menn bjuggust við. Fossin nánast iðaði af laxi og voru menn ekki lengi að veiða þann kvóta sem var leyfður.  

Sumarið 2017 var ævintýri líkast.  Frá fyrsta degi og fram í miðjan júlí voru nánast allir að veiða kvótann og margir þegar snemma dags.  Veitt er á 4 stangir á veiðisvæðinu.  2 stangir í fossinum og 2 stangir veiða fyrir ofan og neðan foss, 3 tíma skipting. 2018 gaf meiri veiði en árið á undan og er urriðafoss að stimpla sig rækilega inn sem eitt besta laxveiðisvæði landsinns. 

Keypt hafa verið upp öll net í fossinum og nú er komin aðstaða fyrir veiðimenn í litlu sumarhúsi við fossinn, þar sem þeir geta grillað sér hádegisverð, komist á salerni og þ.h.  

Í Urriðafossi eru nokkrir skemmtilegir staðir sem stoppa nánast allan lax sem fer þar í gegn og þessi kostur á eftir að veita mönnum skemmtilega tilbreytingu í laxveiðinni. Meðalveiði í Þjórsá er á milli 4000-5000 laxar á ári og allt að helmingur þeirra hefur verið að veiðast við Urriðafoss.

Hafa ber í huga að enn er veiði í Urriðafossi á tilraunastigi og ekki hefur skapast þar reynsla á stangveiði sem hægt er að byggja líkur á en reynsla 2017-2018 sýnir að meira veiddist á stöng en í þau net sem eftir voru á svæðinu.  Aðstæður til veiða sumarið 2017 voru þó mjög erfiðar því áin litaðist mikið og meira en í meðal ári.  

 

Þjórsá

Þjórsá er stór og mikil og skulu menn hafa fara varlega.   Áin er mjög hættuleg og er mælst til þess að fólk vaði hvorki, né taki aðra óþarfa áhættu. Veiðimenn eru á eigin ábyrgð við veiðar í Urriðafossi.

Við biðjum veiðimenn að umgangast áfengi með gát og ölvun á svæðinu er bönnuð því hún skapar hættu.  

 

Umgengni

Urriðafoss er ein af náttúruperlum íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.  Ekki er leyfilegt að gera að fiskum við ána. 

 

Veiðin

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

 

Stangarfjöldi

 Veitt er á 4 stangir í Urriðafossi í júní, júlí og ágúst.

 

 

Kvóti og leyfilegt agn.

Leyfilegt er að drepa 5 smálaxa á dag á stöng. Mælst verður til að menn hlífi stórlaxi sé það mögulegt.  Leyfilegt agn er fluga og maðkur.  

Veiðimenn athugið!  Eftir að fimmti laxinn hefur verið drepinn er ekki leyfilegt að veiða lengur, hvorki á maðk né flugu.  Svo ef menn ætla að láta veiðina endast út daginn er fólki ráðlagt að sleppa ósárum fiskum og klára ekki kvótann snemma.  

 

 

Brot á kvótareglum verða til þess að landeiganda er heimilt að gera allan afla upptækan.  

 

 

Veiðibók

Veiðibók er á bílastæðinu og skulu veiðimenn skrá allan lax

 

Veiðitími: 
1 Júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22. 
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

 

Seldar eru 2 og 2 stangir saman og hittast veiðimenn í sumarhúsi við fossinn þar sem dregið er um hver byrjar hvar.  Skiptingin er á 3 tíma fresti og er dregið um hver byrjar hvar kl. 06:45.  Ef ekki eru allir mættir þá ráða þeir sem komnir eru hvar þeir byrja.  Svæðaskipting er algjörlega á ábyrgð veiðimanna. 

Við mælumst til þess að menn skipti svæðinu að neðra svæði sé HUlda og niðrúr og efra svæði sé Lækjalátur og uppúr.

Sumarhúsið er lítið og er ekki aðstaða til að gista þar, heldur ágætis grill og kaffiaðstaða.  Veiðimenn er beðnir að skila húsi hreinu og í því ástandi sem þeir komu að því.  

 

Veiðisvæði

Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðina Gljúfur, rétt fyrir neðan sandholt og nær niðurfyrir veiðistaðina Vaður sem eru nokkrir.

 

Veiðivörður: Einar 863 3017

 

Góða skemmtun!