Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði | veiðileyfi

Brennan

Brennan eru við ármót Þverár/Kjarrár og Hvítár og má með sanni segja að það er eitt af skemmtilegri 3 stanga veiðisvæðum sem eru í boði fyrir fjölskyldur og minni hópa, rúmgott veiðihús sem samanstendur af tvemur húsum, heitur pottur, setustofu og frábær Grillaðstaða. Allur fiskur sem á leið í Þverá/Kjárrá fer í gegnum Brennuna og Meðalveiðin mjög góð, Þegar líður af hausti er einnig mjög góð Sjóbirtingsveiði.

Veiðisvæðið

  • Vatnaskil Þverár/Kjarrár og Hvítár.

Veiðitímabil

  • Júní - September

Veiðitími 

  • Daglegur veiðitími er frá 7-13 og 16-22, eftir 14 Ágúst er veitt seinni vatnina 15-21.

Fjöldi Stanga

  • Leyfilegt er að veiða á 3 stangir. Á sjóbirtingstíma, nánara eftir 11. september lengist veiðisvæðið og eru þá seldar 4 stangir og menn mega nota 5 stöngina án endurgjalds.

Leyfilegt agn

  • Engöngu fluguveiði til 1. ágúst og eftir 1. ágúst til loka má nota spún.

Veiðireglur

  • Kvóti er 3 laxar á hverja stöng á dag og öllum stórlaxi skal sleppt, enginn kvóti er á sjóbirting.

Meðalveiði sl 5 ára

  • 432 laxar  og 190 Sjóbirtingar, Þess má geta að veiðin er nokkuð jöfn á milli ára.

Veiðihús

Tvö rúmgóð veiðihús og veiðihúsin hafa farið í gegnum endurbætur á sl árum, Nýrra húsið er með tvemur 2  manna herbergjum og gamla húsið er með tvemur 2 manna herbergjum ásamt svefnlofti, svo það er nóg pláss í húsunum, heitur pottur, verönd og góð grillaðstaða er á staðnum. Í Ágústmánuði er rukkað húsgjald fyrir þrifum og uppábúnu, einnig er hægt að panta þrif og uppábúið á sjóbirtingstíma sé þess óskað.

Húsgjald er 35.000 kr pr holl og er það inní Veiðileyfaverðinu, en inní því er uppábúið og þrif fyrir allt hollið.