Laxveiði

Fossá

Fossá í Þjórsárdal er falleg Laxveiðiá sem rennur í Þjórsá við Búrfellsvirkjun, Besti tíminn hefur verið seinniparts sumars og er Fossá þekkt fyrir væna Stórlaxa og Ægifagurt umhverfi. Laxveiðisvæði Fossá nær frá Ármótum Fossár og Þjórsár og upp að Hjálparfossi og má segja að veiðisvæðið sé nánast einn veiðistaður frá Hjálparfossi niður af Ármótum. Fossá er meðalstór og hentar vel að nota litlar tvíhendur eða einhendur, Í Fossá er engöngu veitt á flugu og engöngu veitt og sleppt. Töluvert veiðist af silungi á svæðinu og eru það oft mjög vænir fiskar innanum þá minni.

Það eru engöngu 2 Stangir í Fossá og eru þær alltaf seldar saman.

verð 1-20 júlí 10.000 kr pr stöng eða 20.000 kr dagurinn

verð 20-31 júlí 15.000 kr pr stöng eða 30.000 kr dagurinn

verð 1-15 ágúst 20.000 kr pr stöng eða 40.000 kr dagurinn.

Frekari upplýsingar gefur stefan@icelandoutfitters.com