Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði

Skjálfandafljót, Barnafell

Skjálfandafljót er Jökulá sem á upptök í Norðvesturhlututa Vatnajökulls og er áin fiskgengd um 40 km, Skjálfandafljót er alls um 180 km að lengd og er fræg fyrir fallega fossa og fallega nátturu umhverfis. Laxgengd í Skjálfandafljót er mjög góð, meðalveiði sl 10 ára er 590 laxar og hefur veiðin verið frekar jöfn eða mest á bilinu 450 -700 laxar. Eingöngu er veitt með 6 stöngum í Skjálfandafljóti og heillar tröllvaxin náttura og miklir kraftar vatnsinns.

Barnafell 1 stöng seld í hálfum dögum annhvort fyrir hadegi eða eftir hádegi.

Veiðitímin er hálfur dagur f.h. 7-13 og e.h. 15.00-21.00, helstu veiðistaðir eru Barnafellsbreiða og vik ofan og neðan. Barnafell er sennilega einn af frægari veiðistöðum Skjálfandafljóts og heillar gróf nátturan og Barnafoss veiðimanninn margan, einungis er veitt á eina stöng í Barnafelli. 


Veiðisvæðið nær frá Barnafossi vestanmegin og niður gljúfrið þar sem það er fært.
Til þess að komast að Barnafelli er keyrt inn afleggjara að Fremstafelli, alla leið þar til vegur endar við Barnafoss. Það getur verið hættulegt að ganga niður í Barnafell og eru veiðimenn beðnir um að fara með aðgát.


Veiðitilhögun: einungis seld 1 stöng og sellt í Hálfum dögum .Fyrir hádegi og eftir hádegi

Helstu veiðistaðir: Barnafellsbreiða, efri vik og neðri vik.

Kvóti eru 6 laxar á Hálfum degi, Menn eru beðnir um að virða kvóta og hlífa Stórlaxi.

 

Veiðitími:
18. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

Veiðivörður:

Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198