Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir
Laxveiði

Skjálfandafljót, vesturbakki

Skjálfandafljót er Jökulá sem á upptök í Norðvesturhlututa Vatnajökulls og er áin fiskgengd um 40 km, Skjálfandafljót er alls um 180 km að lengd og er fræg fyrir fallega fossa og fallega nátturu umhverfis. Laxgengd í Skjálfandafljót er mjög góð, meðalveiði sl 10 ára er 590 laxar og hefur veiðin verið frekar jöfn eða mest á bilinu 450 -700 laxar. Eingöngu er veitt með 6 stöngum í Skjálfandafljóti og heillar tröllvaxin náttura og miklir kraftar vatnsinns.

Vesturbakki Efri -2 stangir


Veiðisvæðið nær frá Gljúfurkjafti vestanmegin og niður fyrir votulágarpolla á vesturbakka.
Til þess að komast að vesturbakka efri er keyrt inn í Ystafellsskóg og keyrt alla leið að sumarhúsi sem er staðsett þar. Þar er bílastæði og menn ganga þaðan.

Talsvert er hægt að vaða á vesturbakkanum og menn beðnir um að fara varlega við ánna. Margir Kjósa að vaða yfir á Austurbakkan til þess að veiða Grænhyljina og eru menn með fulla heimild til þess. einnig er gott að veiða Grænhyljina frá Eyrinni út í miðju.

Helstu veiðistaðir: Syðri & Ytri Fellsselspollar, Stóri Grænhylur vestan megin, Litli Grænhylur vestan megin.

Leyfilegt agn er; Fluga, Maðkur Spúnn.

Veiðitími:
18. júní - 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst - 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. - 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.

Veiðivörður: Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198