Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Austurbakki neðri veiðistaðalýsing

 

Austurbakki neðri (Skipapollur) 1- 2 stangir

Ósjaldan hefur maður upplífað skemmtilega daga við Skipapoll og alveg sérstaklega við Skipapollsútfallið eða útföllin svona eftir árum.   Mjög mikið af laxi stoppar við útfall Skipapolls og getur laxinn legið bæði á grunnu og djúpu vatni.  Ansi oft hefur maður skautað Sunray yfir brotin og fengið neglingar sem lifa enn í höfðinu á manni.

Hægt er að veiða frá landi beggja megin frá og vaða en fara skal með gát því fljótið er stórt og botninn grýttur.  Margir fara á bát með stjóra og kasta niður í útfallið, Vel er hægt að eyða heilum degi í úfallinu svo mikil getur veiðin verið þar.  Margir fara á bát að Ullarfossi og kasta þar en það hefur komið fyrir að menn séu að setja í hann þar. Neðri hluti Fosselskvíslar fylgir Skipapolli og eru þar nokkrir sætir hyljir í röð en þá er keyrt upp Fosselskóg frá bænum Vaði þar til menn koma að veiðistaðamerkingu.  Þaðan er gengið niður eftir stíg sem getur verið sleipur.  Fyrir neðan göngustíginn liggja 3 hyljir í röð.  Lítill foss og svo smá hylur með stóru grjóti og svo hylur fyrir neðan, Miðhylurinn er langbestur og ef það er fiskur nær maður honum oftast, gott er að koma tvisvar til þrisvar yfir daginn og tékka á staðnum.  Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir að keyra hægt og varlega, sérstaklega nálægt bæjum og búfénaði. 

Róið að Útfallinu, lengst til hægri má sjá grjót þar sem útfallið byrjar.

Hér eru Vaskir veiðimenn bræðurnir Valli og Siggi sem reka Veiðiríkið á Akureyri, hér eru þeir að kasta niður í útfallið, gott er að veiða frá landi beggja meginn og svo út á bát á eftir, Þennan dag fengu þessir herramenn 8 Laxa í útfallinu sem nánara var opnunardagur 18 júní 2013.

 

 

Fleiri fréttir