Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Mikil laxgengd í Þjórsá þessa dagana

Urriðafoss 2020

Síðustu dagar hafa verið svakalega góðir í Þjórsá og hafa stangveiðimenn sem og netabændur verið að moka inn laxi.

Það er hækkandi straumur og mikið af smálaxi að ganga. Nú er tíminn fyrir tilraunasvæðin en það er hægt að kaupa stakar stangir frá morgni til kvölds á Þjórsártúni, Kálfholti og Urriðafoss B svæði. Við fengum fréttir í gær að menn voru að ná fiskum fyrir ofan Urriðafoss sem þýðir að laxinn er byrjaður að dreifa sér.

bestu kveðjur

IOveidileyfi

Fleiri fréttir