Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Eystri Rangá Haustveiði

Hann er alltaf á í Eystri... Rangá

Það er okkur sönn og mikil ánægja að geta boðið uppá eina af bestu haustveiðikostum sem er í boði á íslandi.

Flestir þekkja Eystri Rangá enda er hún búin að vera á toppsætum Bestu Laxveiðiáa Íslands sl 20 ár. Núna á seinni árum hefur veiðifélag Eystri Rangá einbeitt sér af ræktun á stórlaxi og hefur það lukkast mjög vel, veiðimönnum til mikillar ánægju. Þess vegna hefur veiðin í Eystri Rangá alltaf verið áhugaverðari með hverju árinu og hefur sennilega verið einn af öruggari kostum í Laxveiði sem eru í boði á markaðnum.

 

Veiðitillhögun og tímabil

4-15 september, 18 stangir í ánni sem er skipt í 9 svæði, 2 stangir eru saman á svæði og er sellt á hvert svæði fyrir sig. Til þess að fá frekari upplýsingar um veiðisvæðin þarf að hafa samband við IO veidileyfi.

 

16 sept -15 Okt 12 stangir í ánni sem er skipt niður í 4 svæði og eru 3 stangir saman á hverju svæði og rótera veiðimenn innbirðis svæða. Það tekur 2 daga að covera alla ánna eða öll veiðisvæðin svo það er mjög sniðugt að veiða 2 daga til þess að ná öllum svæðum.

 

 

 

leyfileg veiðitæki

Fluga maðkur og spúnn, veiðimenn eru skyldaðir að setja allar hrygnur sem eru stærri en 75cm í tilgerðar kistur sem eru staðsettar á öllum veiðisvæðum Eystri Rangár, Einnig eru veiðimenn beðnir um að sleppa öllum silungi en hann hefur átt undir högg að sækja á seinni árum.

 

 

Fleiri fréttir