Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Deildará á sléttu

Deildará var að smella í Vefsöluna en hún er ein af legendunum á Norðausturlandi og rennur við hliðina á Ormarsá. Deildará hefur verið sett í flokk með Þistilfjarðaránum og er stórlaxahlutfall mikið og gott.

Það eru aðeins 3 stangir í Deildará og fylgir glæsilegt veiðihús, frábært fyrir 3-6 manna hópa sem vilja hafa laxveiðiá útaf fyrir sig.

Meðalveiði sl 4 ára er í í kringum 240 laxar sem er ansi fín meðalveiði líka í ljósi þess hversu mikið hlutfall er af stórlaxi í Deildará, einnig er töluvert af Sjóbirtingi og Urriða í ánni sem skemmir ekki fyrir veiðimönnum.

 

Nýtt veiðihús rís fyrir 2020 sem verður búið öllum helstu þægindum

Kynnið ykkur endilega hvað er í boði.

 

Kv IOveidileyfi

 

Fleiri fréttir