Skot í Skjálfandafljóti

Skjálfandafljót er í góðum gír þessa dagana, það komu alls 16 laxar á land í fyrradag og svo heyrðum við af veiðimönnum í Barnafelli í gærmorgun sem settu í 9 laxa á fyrstu 2 klukkustundunum og þurftu svo að hætta vegna skorts á kvóta.

Það er greinilegt að það er lax að ganga og töluvert af smálaxi þessa dagana, eitthvað sem er búið að vanta í allt sumar. 

 

Það eru lausar stangir núna um helgina og eru veiðileyfin að kosta á bilinu 20-26 þús dagurinn.

 

Við mælum einnig mjög mikið með haustleyfunum. Ódýr og flottur kostur með mikilli veiðivon.

 

Það eru margir skemmtilegir gistimöguleikar í kringum Skjálfandafljót og fyrir ævintýrafólk mælum við sterklega með Lúxustjöldunum á vaði, Hotel Eddu, Rauðaskriða, ofl ofl.

 

bestu kv 

 

Stefán

Fleiri fréttir

Sumarleikir

Það verða stórskemmtilegir Sumarleikir inná FB síðunni okkar næstu daga