Nýjar veiðitölur, 3. júlí 2019

Nýjar veiðitölur hafa verið birtar á vef Landssambvands Veiðifélaga.

 Vætan seinustu daga hefur haft góð áhrif á vatnsbúskap í ám og betri veiði hefur fylgt.

Urriðafoss í Þjórsá skilar bestu veiðinni en þar hafa alls verið veiddir 427 laxar á 4 stangir en vikuveiðin var 108 laxar.

Enn þá eru nokkrir dagar lausir í Urriðafoss í Þjórsá í ágúst. Nánari upplýsingar má finna hér.

Eystri-Rangá hefur skilað næst bestu veiðinni en þar hafa veiðst 235 laxar á 12 stangir,  vikuveiðin var 142 laxar.

Þau tíu vatnakerfi sem hafa skilað bestu veiðinni eru:

 •  Urriðafoss í Þjórsá 427 laxar 
  • 4 stangir
  • vikuveiði 108 laxar

 

 •  Eystri-Rangá 235 laxar
  • 12 stangir
  •  vikuveiði 142 laxar

 

 •  Blanda 135 laxa
  • 14 stangir 
  •  vikuveiði 25 laxar

 

 •  Miðfjarðará 118 laxar
  • 6 stangir
  • vikuveiðin 55 laxar

 

 •  Brennan í Hvítá 107 laxar
  • 3 stangir 
  •  vikuveiðin 14 laxar.

 

 •  Ytri-Rangá og Hólsá, vesturbakki 93 laxar
  • 12 stangir
  • vikuveiði  36 laxar

 

 • Þverá/Kjarará 91 laxar
  •  14 stangir
  • vikuveiði 62 laxar

 

 • Haffjarðará 91 laxar
  • 6 stangir
  •  vikuveiði 51 laxar

 

 •  Elliðaárnar 81 laxar
  • 6 stangir
  • vikuveiði 45 laxar

 

 •  Laxá í Aðaldal 70 laxar 
  • 17 stangir
  • vikuveiði 26 laxar 

 

 •  Grímsá og Tunguá 66 laxar
  • 6 stangir
  •  vikuveiði 35 laxar

 

Allan listann má sjá hér.

Fleiri fréttir