Frábærir dagar lausir á Austurbakka Hólsár

 

Austurbakki Hólsár er skemmtilegur kostur í laxveiði og glæsilegt veiðihús er á svæðinu.

Tvö tveggja daga holl eru laus á Austurbakka Hólsáar á besta tíma! 

Dagarnir:

  • 28. júlí - 30. júlí 
    • 2 stangir 
  • 30. júlí - 1. ágúst 
    • 2 stangir 

Hólsá er neðsti hluti Eystri Rangár og ármót Rangánna beggja niður að sjó. Austurbakki Hólsá er neðsti hluti Eystri Rangár eftir að Þverá sameinast henni.

Veiðisvæðið nær frá Ármótum Þverár og Eystri Rángár og alla leið niður að Valalækjum sem er um það bil 1,5 km fyrir neðan Ártún.  Svæðið er því samtals 12-14 km.

Í bestu árum hafa verið að koma hátt 700-800 laxar á land ásamt slangri af sjóbirtingi. Allur lax sem gengur í Rangárnar gengur í gegnum svæðið svo það er oft mjög mikið líf á svæðinu enda hafa menn lent í miklum ævintýrum þarna.  

Meiri upplýsingar um svæðið og aðstöðuna má finna hér.

 

 

Fleiri fréttir