Hjaltadalsá og Kolka

Sjóbleikja með laxavon.
Vatnasvæði Kolku í Skagaf­irði eru árnar Halta­dalsá og Kol­beins­dalsá auk Kolku sjálfrar, en það heita árnar eftir að þær sameinast um 6 km frá ósi.  Árn­ar eru jökulskotnar dragár og geta hlaupið í rigningu og miklum hlýindum.  Sjaldnast verða þær þó svo litaðar að hamli veiðum að ráði. Algengt sumarrennsli í Hjaltadalsá er 10-15 m3. Oft eru góðar sjó­bleikju­göng­ur í árn­ar og hef­ur meðal­veiðin síðustu árin verið á milli 300 til 500 bleikj­ur yfir sum­arið og nokkr­ir tug­ir laxa. Þá veiðist ávallt eitt­hvað af sjó­birt­ingi til viðbót­ar.

Fleiri fréttir