Góð Veiði í Urriðafossi

Þótt það sé lítið vatn og miklir þurkar er nóg vatn í þjórsá þó hún sé vel undir meðalagi, einn af bestu veiðistöðunum Lækjalátur hefur eiginlega verið úti en mokveiði í Huldu. Nú eru komnir um 160 Laxar eftir 10 daga veiði. Ekki slæmt. Menn eru aðeins byrjaðir að sjá smálax sem er frekar snemmt en gæti gefið okkur vísbendingar um að það eigi eftir að koma mikið af smálaxi í sumar. Það verð'ur gaman að fylgjast með næstu dögum og vikum og sjá hver frammvindan verður. Það er stækkandi straumur út vikuna sem gæti hleypt vítamíni í veiðina.

 

bestu kv

 

Ioveidileyfi

Fleiri fréttir