Skjálfandafljót Vorlaxinn

Skjálfandafljót er ríkt af stórlaxi sem gerir snemmveiðina mjög áhugaverða og skemmtilega. Oftast eru eftirminnilegustu fiskarnir, þeir laxar sem maður veiðir í Júní og Júlí enda er meðalstærðin miklu hærri og og laxarnir silfurbjartir og mjög líflegir.

Eitt af áhugaverðustu veiðileyfunum sem við myndum velja í Snemmveiði eru td hollin 24-26 júní, 3-5 júlí, 12-14 júlí.  

Verðin eru frábær og veiðin er það oftast líka á þessum tíma, Td í flestum veiðiárum eru að veiðast fleyri en 50 laxar í júní sem er ansi gott, því það veiðast nánast engöngu bara stórlaxar í Júní, þegar byrjar að líða á júlí fer að tikka inn smálax sem hífir upp veiðitöluna pr dag.

 

endilega fyrir alla að kynna sé þennan skemmtilega möguleika, frekari upplýsingar gefur stefan@icelandoutfitters.com

 

Fleiri fréttir