Frábært Kynningartilboð í Skjálfandafljóti

Frábært Kynningartilboð á Vesturbakka Lax í Skjálfandafljóti
 
Það eru fáar ár sem hafa heillað undiritaðan jafn mikið og Skjálfandafljót, tröllvaxin náttúra og ofurkraftar sameinast í þessu mikla og fallega fljóti í Þingeyjarsýslu sem hefur farið fram hjá svo mörgum laxveiðimanninum. Skjálfandafljót hefur oft verið kallað eitt best geymda leyndarmálið í laxveiðinni en há meðalveiði og stórt hlutfall af stórlaxi gerir ána mjög áhugaverða og ekki sakar að hafa frábært verð á veiðileyfunum sem er orðið ansi sjaldgæft.
 
Okkur er sönn og mikil ánægja að bjóða ykkur veiðiáhugafólki frábæran kynningarafslátt af Vesturbakka lax í Skjálfandafljóti í sumar.
Tilboðið gildir til og með 10. apríl 2019
 
Við höfum lækkað öll veiðileyfin - ALLT tímabilið, á Vesturbakka Lax um allt að 30%  til og með 10 Apríl 2019. Þetta þýðir að laxveiðileyfin á Vesturbakka lax munu kosta á bilinu 15-23 þúsund std. ATH að það eru 2 stangir á svæðinu og eru þær seldar saman í vefsöluni sem þýðir að dagurinn fyrir 2 stangir mun kosta á þessu frábæra tilboði 30-46 þúsund. Dagarnir eru seldir frá morgni til kvölds.  Það er ekki veiðihús við Skjálfandafljót en það eru fullt af frábærum gistimöguleikum á svæðinu.
 
 
Skjálfandafljót
Skjálfandafljót er Jökulá sem á upptök í Norðvesturhlututa Vatnajökulls og er áin fiskgengd um 40 km eða að Goðafossi, Skjálfandafljót er alls um 180 km að lengd og er fræg fyrir fallega fossa og fallega nátturu umhverfis. Laxgengd í Skjálfandafljót er mjög góð, meðalveiði sl 10 ára er 520 laxar og hefur veiðin verið frekar jöfn eða á bilinu 450 -700 laxar en best veiddust 934 laxar 2004. Eingöngu er veitt með 6-7 stöngum sem er ca 80 laxar á stöng pr tímabil. Sem setur Skjálfandafljót í topp 30 listan á Íslandi yfir aflahæðstu laxveiðiár landsinns pr veidda laxa pr stöng.
 
 
 
Vesturbakki, 2 stangir
 
Til þess að komast að Vesturbakka efri er keyrt inn í Ystafellsskóg og keyrt alla leið að sumarhúsi sem er staðsett þar. Þar er bílastæði og þaðan gengið niður að ánni og upp eða niður eftir því hvar menn vilja byrja.
Bestu veiðistaðrinir í gegnum árin eru sennilega Litli og Stóri Grænhylur en þeir liggja Austanmegin og verða menn að vaða yfir á mikla eyri sem stendur nær austurlandinu 100 - 200 metrum fyrir neðan gljúfurkjaftinn. Frá eyrinni er vaðið út og veitt að austurbakkanum, einnig er hægt að fara yfir ánna fyrir neðan Grænhyljina og vaða yfir á Austurlandið og veiða hyljina þeim meginn sem hefur oft gefið ansi vel. Vesturbakkinn er mikið hrygningarsvæði fyrir laxinn í Skjálfandafljóti og getur legið lax nánast allstaðar þegar líður á sumarið. Áin breiðir mikið úr sér á þessum kafla og nánast allstaðar þar sem vatn nær upp í hné getur legið lax. Einnig er töluvert af silungi á þessum slóðum sem gerir veiðina enn skemmtilegri.
Bestu veiðistaðir: Stóri og Litli Grænhylur bæði vestan og austan megin, Ytrifellselspollur, Syðrifellselspollur og Votulagarpollar.
 

Fleiri fréttir