Merki Iceland Outfitters IO veiðileyfi Lax Silungveiði Skotveiði Fréttir

Þjórsá opnar 1 júní

Þjórsá opna 1 júní, Urriðafoss er löngu uppeldur í Júní og Júlí en við eigum mjög spennandi daga lausa á tilraunasvæðunum, hverjum langar ekki að opna tímabilið í Júní, Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þessi nýju svæði og byrja Laxveiðina í Júní en það er svo sannarlega allt sem mælir með því. 

 

Ný Tilraunaveiðisvæði á hóflegum verðum.

 

 

Kálfholt

Er nýtt 2 stanga svæði og er staðsett Austan megin við Þjórsá á móts við Urriðafoss, veiðisvæðið er um 1km og byrjar ca frá 2-300 metrum fyrir neðan Urriðafoss, veiðisvæðið einkenist mikið af breiðum sem hægir á vatninu frá megin flaumi. En mikill hraði er á þjórsá útí miðju. Laxinn liggur mest nálægt landi og standa klappir og klettar útí víða á svæðinu sem mynda palla og straumbrot, Tilraunaveiðin hófst of seint í fyrrasumar svo ekki er komin marktæk reynsla á svæðið, þó veiddust þónokkrir laxar í Kálfholti og sérstaklega snemma á tímabilinu(Júní) svo við höfum óbilandi trú á svæðinu og mælum með að veiðimenn kynni sér þennan skemmtilega kost.

 

Þjórsártún

Er 4 stanga veiðisvæði sem er um 3 km langt og nær frá efsta odda heiðartanga og niður fyrir Urriðafoss. Tilraunaveiðiðar hófust í fyrrasumar og erum við með svona fyrstu vísbendingar um veiðisvæðið, Júní gaf þónokkra laxa og sérstaklega við Urriðafoss, þegar leið á sumarið safnaðist fiskur á milli brúnna og voru flestir sem komu seinni hlutan að setja í lax. sumarið 2018 var engöngu veitt 3 daga í viku og tók langan tíma að finna þá veiðistaði sem byrjuðu að gefa og nú þurfum við meiri reynslu til að læra betur á veiðisvæðið. Þúsundir laxa ganga í gegnum landið við þjórsártún svo menn hafa mjög góðan möguleika á að veiða lax.

 

Urriðafoss B svæði

Urriðafoss b svæði eða milli brúasvæði er 2 stanga veiðisvæði, efsti hluti þjórsár í landi Urriðafoss en það er svæði sem veiðimenn hafa ekki verið að nýta vegna annríkis við að toga fiska uppúr sjálfum Urriðafossi. Þar eru veiðistaðir sem hafa verið að gefa fiska og oft hefur það verið þannig að þeir sem hafa prófað hafa fengið Lax. Veiðileyfin eru ódýr og góður kostur fyrir alla. eitthvað sem við mælum hiklaust með.

 

endilega kynnið ykkur hvað er í boði inná www.ioveidileyfi.is við mælum endregið með júníveiðinni, stórir og eftirminnilegir fiskar.

 

Fleiri fréttir

Urriðafoss 2020

Það voru að bætast við nokkrir dagar á besta tíma í vefsölunni.