Urriðafoss 2019

Kæru Urriðafoss veiðimenn

 
Allir sem voru bókaðir með daga í Urriðafossi sl. sumar hafa nú fengið email um hvort þeir vilji halda þeim degi, dögum sem þeir voru bókaðir sumarið 2018.
 
Þeir sem ekki hafa svarað tölvupóstinum fyrir miðvikudaginn 12. des eru búnir að fyrirgera rétti sínum á þeim degi dögum sem þeir voru bókaðir 2018 og verða þeir dagar settir í aðra úthlutun eða beint í sölu aftur.
 
Mesta aðsóknin er í júní og júlí og eru fæstir til í að sleppa þeim dögum svo sennilega verður lítið sem ekkert sem fer af þeim dögum í endurúthlutun eða sölu aftur. 
 
Til upplýsinga fyrir þá sem vilja prófa fleiri svæði í Þjórsá þá eru núna 3 önnur tilraunaveiðisvæði sem eru spennandi.  Hér fyrir neðan er hægt er að fara inná slóðirnar og skoða viðkomandi svæði.
 
Urriðafoss B svæði
2 stanga veiðisvæði sem er staðsett á milli þjóvegsbrúnna,
http://ioveidileyfi.is/lax?lid=3056
 
Kálfholt
2 stanga veiðisvæðið sem er staðsett austan meginn og byrjar rétt fyrir neðan Urriðafoss.
http://ioveidileyfi.is/lax?lid=3049
 
Þjórsártún
4 stanga veiðisvæði, Urriðafoss Austan meginn og upp.
http://ioveidileyfi.is/lax?lid=3047
 
Bestu kveðjur

Fleiri fréttir