Urriðafoss B Svæði

Urriðafoss B svæði

 
Nýtt tilraunaveiðisvæði í Landi Urriðafoss,
 
Við Köllum veiðisvæðið millibrúarsvæði eða Urriðafoss B svæði og er það efsti partur jarðarinnar Urriðfoss, veiðisvæðið nær það frá merkjum rétt fyrir neðan Gömlu Brú og nær niður fyrir veiðistaðin Sandholt sem er ca 300 metrum fyrir neðan nýju Brú. Það verða 2 stangir á þessu nýja veiðisvæði og eru nokkrir góðir veiðistaðir eins og Hestvík, Grjótin, kláfur og Sandholt, Sl 2 ár höfum við aðeins reynt fyrir okkur á svæðinu og hafa veiðistaðir eins og Hestvík og Grjótin gefið nokkuð góða veiði, þau fáu skipti sem veiðifólk hefur reynt fyrir sér á svæðinu.  Sl Tvö ár hafa veiðimenn ekki stundað þetta veiðisvæði en það var partur af Urriðafossi og menn voru hreinlega of uppteknir af því að vera í brjáluðu fiskeríi í urriðafossi svo ekki hefur komist góð reynsla á svæðið. Veiðileyfin verða á hóflegu verði og vonum við svo innilega að sem flestir komi og prófi þetta magnaða veiðisvæði.
 
bestu kv IOveidileyfi

Fleiri fréttir