Urriðafoss nálgast 1000 laxa múrinn

Við erum ekkert smá stollt af Urriðafossi, Við erum komin í 955 laxa sem er nýtt met en Urriðafoss endaði með 755 laxa veidda í fyrrasumar. innan fárra daga verður Urriðafoss komin yfir 1000 laxa múrin sem er ekkert smá afrek með aðeins 3-4 stöngum. sennilega er Urriðafoss ennþá með flesta veidda laxa pr stöng eða um 250 laxa sem af er af þessu tímabili. veiðin telur hratt ennþá en allflesta daga er veiðin um og yfir 20 laxa á dag. Það er ekki mikið eftir af veiðileyfum á þessu tímabili, nokkrir dagar í Ágúst og svo vorum við að opna fyrir sjóbirtings-Laxveiði í sept sem er mjög áhugaverður kostur. Menn ættu endilega að kynna sér það.

frekari upplýsingar um laus leyfi má finna inná www.ioveidileyfi.is

 

Fleiri fréttir

Eystri Rangá Haustveiði

Það er okkur sönn og mikil ánægja að geta boðið uppá eina af bestu haustveiðikostum sem er í boði á íslandi.