Skjálfandafljót

Við kíktum í Skjálfandafljót um helgina og er veiðin að aukast mikið, við skruppum uppá austurbakka efri seinnipartinn á Laugardag og náðum 3 löxum og 1 stórum sjóbirtingi og hefðum sennilega veitt miklu meira ef við hefðum haft meiri tíma. Það er allveg ljóst að það gékk töluvert af laxi í síðasta straumi og hefur verið að veiðast mjög vel þá daga sem Skjálfandafljót er í góðu standi. Á laugardinn veiddist vel á á Austurbakka efri, neðri og Barnafelli. Það voru ekki veiðimenn á vesturbakkanum svo það voru engar fréttir þaðan. Veiðin hefur mikið verið að stíga á milli vikna og verður áhugavert að sjá stöðuna næstu tvær vikurnar.

Það er stórstreymt 29 júlí og við hugsum að það gæti verið sá straumur sem mun gefa mest af fiski í ár, 

við eigum lausar stangir 30-31 Júlí og1 Ágúst.

ég mæli 100% með þessum dögum miðað við það sem er að gerast í ánni núna og svo er stórstreymi.

kv Io veidileyfi

Fleiri fréttir