Henrik Mortensen snýr aftur

Henrik Mortensen

Henrik Mortensen og Thomas Taarup snúa aftur með flugukastnámskeiðin sín í maí 2018. 

Námskeiðin verða með hefðbundnu sniði, byrja innandyra þar sem farið er yfir grunnatriði kasta, val á flugum/stöngum/línum, lengd tauma o.s.frv.

Þaðan er svo farið út þar sem haldin er sýnikennsla og svo fær hver og einn ábendingar um hvernig er best að bera sig að.  

Fólk velur hvort það tekur með sér sínar eigin stangir en það er æskilegt að æfa sig á þær stangir sem ætlunin er að nota en einnig getur fólk komið með sínar stangir og fengið að prófa aðrar línur á stöngunum. 

Annars eru Salmologic stangir á staðnum, einhendur, tvíhendur og switch stangir. 

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Iceland Outfitters s. 4662680 eða stefan@icelandoutfitters.com 

Fleiri fréttir

Urriðafoss

Urriðafoss er búin að vera í fantaformi í sumar og er enn

Leirá

Kort - passið að keyra ekki á túnum