Austurbakki Hólsá

Það kom rosa skot í morgun á Austurbakka Hólsá, Það voru einungis 3 stangir við veiðar sem lönduðu nálægt 20 löxum á morgunvaktinni, Það er greinilegt að þetta er allt að fara af stað á Rangársvæðinu þessa dagana. Það verður spennandi að fylgjast með næstu daga en oft á þessum tíma byrjar smálaxinn að hrúgast inn í miklu magni. Við eigum 3 stangir lausar 18-20 Júlí og eru ansi miklar líkur á því að það verði fjör, það er fínt verð og fylgir gisting í veiðihúsinu með á þessum tíma.

 

Fleiri fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Takk fyrir viðskiptin á árinu og við vonum að allir veiði sem mest á nýju ári.