Skjálfandafljót Laxveiðin

Laxveiðin í Skjálfandafljóti byrjar bara mjög vel, nú eru að verða komnir nálægt 100 laxar á land sem er mjög viðunandi, Öll veiðisvæðin hafa verið að gefa en það sem stendur uppúr núna er að Barnafell er heldur sterkara en síðustu ár og eru komnir um 35 laxar á land þar frá opnun sem er bara ansi fínt þar sem er bara 1 stöng á því svæði. Það er aðeins farið að veiðast smálax í bland og svona á næstu dögum ætti veiðin að fara aukast frá degi til dags. Menn eru byrjaðir að setja í sjóbleikju en við heyrðum í veiðimönnum sem voru að veiða á vaðseyjunni og voru að gera gott mót, þess má geta að veiðileyfin á silungasvæðin eru á mjög góðum kjörum og oft ansi góð veiði.

Fleiri fréttir