Skotveiði

Króatía

Árleg veiðiferð um miðjan Nóvember.

Í fyrra Veiddum við dagana 18. og 19. nóvember og voru 3 - 4 rekstrar á dag. Veiðin stóð frá kl. 8 á morgnana til kvölds með pásu yfir miðjan daginn þar sem menn fá sér hádegismat.
Verð var 1.690 evrur á mann eða u.þ.b. 210 þús kr á núverandi gengi., alls geta verið 10-17 manns í hverri ferð.
Dagskrá
Föstudagurinn 17. nóv
Við erum sóttir á flugvöllinn í Zagreb og keyrðir á hótelið sem er í u.þ.b. 2.5 klst fjarlægð. Kvöldmatur og svo fara menn að sofa.
Laugardagurinn 18. nóv
Morgunmatur kl 6.30 og keyrt á veiðislóð u.þ.b. 30 mín akstur. Veitt er frá morgni til kvölds með hádegisverðarhléi yfir miðjan daginn. Kvöldmatur um kl. 20:00
Sunnudagur 19. nóv
Sama dagskrá og deginum á undan.
Mánudagurinn 20 nóv.
Morgunmatur og svo er keyrt til Zagreb á flugvöllinn.
Staðreyndir
• Veiðin fer fram í Garesnica og Donji Miholjac og hafa sömu veiðiskipuleggjendur starfað þar í 32 ár. Svo það er mikil veiðireynsla á svæðinu.
• Heppileg stærð af grúbbum eru 10-17 byssur og fer veiðin öll innan landamerkjagirðingar.
• Þetta er rekstrarveiði (driven hunt) og standa menn ýmist í turnum eða á jörðinni og bíða dýranna.
• Fjöldi rekstrarmanna og hunda eru yfirleitt í svipað margir og veiðimenn.
• Algengur fjöldi villisvína sem veiðast í svona ferð er um 5-30 pr dag eða 50-150 skot pr dag
Gisting og matur.
Hotel Garic, Garešnica: http://www.hotelgaric.com/en/
Hotel Višnjica http://visnjica.hr/
Verð miðast við tveggja manna herbergi en vilji menn vera í single herbergi kostar það 30 evrur aukalega á nótt.
Byssur og byssuleiga.
Hægt er að leigja byssu fyrir 30 evrur á dag + skot
Vilji menn koma með eigin byssur þurfa menn að vera með Evrópu passann (fæst hjá sýslumanni) og „invitation letter“ sem kostar 30 evrur
Flug
Flug frá Reykjavík til Zagreb kostar núna á bilinu 30-50 þús fram og til baka.
Tropy
Vilji menn taka með sér tennurnar heim, kostar 30 evrur að láta græja þær fyrir flutning (hrávinnsla).


Möguleiki er á að önnur dýr komi úr skóginum í sjálfum rekstrinum, stundum rauðrefir og shakalar og þá má skjóta en enginn önnur dýr.
Vilji menn lengja ferðina er ekkert mál að bæta við sig degi eða tvemur í „trophy“ og „non trophy“ rauðhirti, rádýr, fallow deer and muflon. Auka dagur í veiði kostar 350 euro + trophygjöld sem er misdýr eftir tegundum og stærðum á dýrum.

Frekari Upplýsingar gefur stefan@Icelandoutfitters.com 8552681