Skotveiði

Melar í Melasveit

Jörðin Melar er staðsett í Melasveit, milli Akrafjalls og Hafnarfjalls í um 20 mín akstri frá Mosfellsbæ. 


Á Melum er mikil kornrækt og eru ræktaðir um 300 ha á ári af korni sem dregur til sín gæs af stóru landsvæði. Til að átta sig betur á gríðarlegri stærð veiðisvæðisins þá eru 300 ha eins og 420 stórir fótbolltavellir að stærð.

MelarMelar

 

Korninu er vel dreift yfir stórt svæði svo yfirleitt er gæs í 2-3 ökrum á sama tíma.

 

Staðsetningin er frábær en lítið er af kornrækt í nágreni Mela svo samkeppni um gæsina er lítil sem engin.

Töluvert er af staðbundnum fugli á svæðinu sem hefur vetrarsetu á Melum og þar af leiðandi er mikið varp á svæðinu á vorin og er heimastofnin frekar stór.

Veiðin getur verið mjög virk frá fyrsta degi og eykst þegar aðkomufuglarnir mæta á svæðið. Veiðin getur staðið langt fram á vetur.

Hversvegna eru Melar svona frábært veiðisvæði?

MelarMelar

 

 

 

* Það er nánast aldrei logn á svæðinu sem hjálpar mikið. Veiðar í logni eru mjög erfiðar.
* Landsvæði Mela samanstendur af korni, grasi og votlendi sem eru kjöraðstæður fyrir gæsir.
* Það eru oftast 2000 + fuglar á svæðinu.
* Veiðisvæðinu fylgir umsjónarmaður sem fylgist með svæðinu sem stýrir veiðinni með það að markmiði að hámarka veiði veiðimanna.

Fjöldi byssa:
4 byssur á hverjum tíma og er eingöngu skotið á einum akri á dag. Með þessu er hægt að hvíla akrana og passa um leið að gæsin fari ekki af svæðinu.

Kvóti:
16 gæsir á byssu á dag

Veiðitillhögun:
Veitt er að morgni dags. Veiðimenn koma sér fyrir í feluholum í myrkri fyrir sólarupprás. Fyrstu flugin eru venjulega þegar birta tekur og besta veiðin fyrstu 2-3 klukkutímana eftir birtingu. Veiðimenn geta valið um að hitta umsjónarmann daginn áður og fara yfir hvar þeir eiga að vera, hvernig skal stillt upp og hvernig best er að bera sig að.

Jörðin Melar er í einkaeigu en sala veiðileyfa og umsjón með svæðinu verður í höndum Stefáns Sigurðssonar hjá Iceland Outfitters.

Eigandi og Iceland Outfitters geta ekki tekið ábyrgð á því ef menn fá litla eða enga veiði. En undiritaðir selja veiðileyfi á villtum Gæsum og Náttúran hefur oft sína hentisemi með veður ofl ofl sem spilar inní veiðina.

Umsjónamaður: Stefan Sigurðsson 855 2681
stefan@icelandoutfitters.com